Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 306

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 2. september var haldinn 306. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 13:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að árshlutareikningi Reykjavíkurborgar vegna 1. janúar til 30. júní 2024, trúnaðarmerkt drög að greinargerð B hluta fyrirtækja, trúnaðarmerkt drög að greinargerð fagsviða og trúnaðarmerkt drög að skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs með árshlutareikningnum. IER24020020
    Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
    Samþykkt að ganga frá umsögn til borgarráðs um árshlutareikning Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2024. 
     

  2. Lagt fram trúnaðarmerkt svar fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 29.08.2024 við fyrirspurn endurskoðunarnefndar dags. 12.06.2024 um erlenda lántöku borgarinnar. IER24060009
    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  3. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar dags. 27.08.2024 við fyrirspurn endurskoðunarnefndar dags. 19.08.2024 um veikindahlutfall starfsfólks Reykjavíkurborgar 2021-2024.  IER24080015
    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
    Endurskoðunarnefnd felur Innri endurskoðun og ráðgjöf að afla frekari upplýsinga hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði borgarinnar. 

     

  4. Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar og starfsreglum.  IER23060006

  5. Fram fer umræða um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar.  IER24080012

     

  6. Fram fer umræða um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025.  IER24080013

     

Fundi slitið kl. 14:56

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 2. september 2024