Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 305

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 19. ágúst var haldinn 305. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.  Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 1. janúar til 30. júní 2024, ásamt drögum að könnunarskýrslu ytri endurskoðenda varðandi samsvarandi tímabil. IER24020020

    Bryndís María Leifsdóttir, Arna Vigdís Jónsdóttir, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir, Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Bjarni Már Jóhannesson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um árshlutareikning félagsins 1. janúar – 30. júní 2024. 

  2. Fram fer kynning á stöðu verkefna innri endurskoðunar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, dags. 19. ágúst 2024. IER24080011

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  3. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum sjálfsmats borgarráðs 2024. IER24020037

    Guðjón Hlynur Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  4. Fram fer umræða um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar. IER24080012

  5. Fram fer umræða um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025.  IER24080013

     

  6. Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt og starfsreglum endurskoðunarnefndar. IER23060006

Fundi slitið kl. 12:32

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 19. ágúst 2024