Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 304

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 10. júní var haldinn 304. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. 
Fundarritari var Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á niðurstöðum sjálfsmats endurskoðunarnefndar 2024. Viðhorfskönnun var send út til stjórnenda og stjórnarmanna í samstæðu Reykjavíkurborgar vorið 2024. IER24030024

    Guðjón Hlynur Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  2. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að niðurstöðum verkefnis IER varðandi sjálfsmat stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2024 og gagnaskil til stjórnar. IER24010032 

    Guðjón Hlynur Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  3. Skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar. IER24060004

    Frestað.
     

     

  4. Fram fer kynning á starfsemi Innri endurskoðunar og ráðgjafar árið 2024. IER24060005

     

     

  5. Lántaka Reykjavíkurborgar frá Þróunarbanka Evrópuráðsins. IER24060009

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
    Með vísan til 2. tl. 2. gr. samþykktar endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar óskar nefndin eftir upplýsingum frá fjármála- og áhættustýringarsviði um ástæðu 100 milljóna evra lántöku frá Þróunarbanka Evrópuráðsins fremur en innlendrar lántöku og hvaða varnir verði settar til að verjast gengisáhættu. 
     

Fundi slitið kl. 12:20

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

Einar S. Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 10. júní 2024