Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 303

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, fimmtudaginn 23. maí var haldinn 303. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S. Hálfdánarson boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á niðurstöðum úttektarverkefnis Innri endurskoðunar og ráðgjafar varðandi eigendahlutverk styrkjaverkefnis Reykjavíkurborgar og styrkjaúthlutanir 2022 og lögð fram skýrsla til stjórnenda dags. 23.05.2024.  IER22110004

    Ingunn Ólafsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Eva Pandora Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á eigendahlutverki styrkjaverkefnis Reykjavíkurborgar og styrkjaúthlutanir 2022. Að mati nefndarinnar eru ábendingar Innri endurskoðunar og ráðgjafar gagnlegar og geta nýst vel við frekari þróun varðandi styrkjamál Reykjavíkurborgar. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til borgarráðs. 
     

  2. Lögð fram til kynningar drög að samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitunnar 1. janúar til 31. mars 2024.  IER24020020

    Bryndís María Leifsdóttir, Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Brynja Kolbrún Pétursdóttir og Arna Vigdís Jónsdóttir hjá Orkuveitunni taka sæti á fundinum undir þessum lið. Hrafnhildur Fanngeirsdóttir hjá Orkuveitunni tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 
    Endurskoðunarnefnd fékk kynningu á samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2024. Endurskoðunarnefnd þakkar greinargóða kynningu og telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn Orkuveitunnar. 
     

  3. Lögð fram að nýju svohljóðandi bókun Einars S. Hálfdánarsonar sem færð var í trúnaðarbók endurskoðunarnefndar á fundi nefndarinnar þann 29. apríl 2024:  IER24020020

    Fyrir rúmu ári sendi innviðaráðuneytið Reykjavíkurborg tölvupóst. Þar var hvatt til nýrrar yfirferðar flokkunar í reikningsskilum sveitarfélaga í A og B hluti. Til A hluta skal m.a. telja stofnanir sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. Efnahagsreikningur Félagsbústaða hf. ber með sér að félagið er að hluta fjármagnað af skatttekjum þar eð ríki og borg leggja félaginu til stofnframlög. 
    Í skýrslu starfshóps ríkis og sveitarfélaga frá febrúar 2022 segir: „Félagsbústaðir er hlutafélag sem á og rekur á þriðja þúsund leiguíbúðir í Reykjavík og byggir tekjur sínar á leigugreiðslum leigjenda. Félagið þiggur enga styrki frá eiganda og er sjálfbært og lýtur eigin stjórn.“ „Stærstur hluti leigjenda hjá félaginu njóta styrkja frá Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á að aðstoða þá við öflun leiguíbúða sem ekki geta það af eigin rammleik.“ Þetta stangast á við efnahagsreikning Félagsbústaða hf. Félagið lýtur ekki eigin stjórn nema að nokkru leyti. Stjórn Félagsbústaða ákveður hvorki leigufjárhæð íbúða né úthlutun þeirra. Það eru verkefni úthlutunarnefnda á velferðarsviði og velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Þá reksturinn ekki sjálfbær. 
    Að mínu mati ber því að sýna Félagsbústaði meðal A hluta. Í öllu falli er nauðsynlegt að öll stór sveitarfélög hafi sama háttinn á til að gera kennitölur, t.d. skuldahlutfall A hluta, samanburðarhæfar. 
     

Fundi slitið kl. 12:16

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 23. maí 2024