Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, þriðjudaginn 23. apríl var haldinn 301. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 09:37. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu og skýrslu um ábendingar vegna innra eftirlits fyrir Faxaflóahafnir sf., dags. 23.04.2024. IER240200020
Gunnar Tryggvason og Jón Garðar Jörundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Klukkan 09:40 taka Theodór S Sigurbergsson og Stefán Þór Ingvarsson sæti á fundinum.
- Klukkan 09:52 tekur Einar S Hálfdánarson sæti á fundinum.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2023. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í hafnarstjórn.Formanni falið að ganga frá umsögn til stjórnar.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum úttektarverkefnis Innri endurskoðunar og ráðgjafar á vinnuferli við gerð reikningsskila Reykjavíkurborgar og lögð fram skýrsla til stjórnenda dags. 23.04.2024. IER23050023
Ingunn Ólafsdóttir, Halldóra Káradóttir, Jónas Skúlason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Bjarki Rafn Eiríksson, Jón Sigurðsson og Herbert Baldursson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á vinnuferli við gerð reikningsskila hjá Reykjavíkurborg sem endurskoðunarnefnd óskaði eftir vegna skekkju í ársreikningi Reykjavíkurborgar 2022. Að mati nefndarinnar eru ábendingar og úrbótatillögur Innri endurskoðunar og ráðgjafar gagnlegar og geta nýst vel við umbætur og frekari þróun á vinnuferli við gerð reikningsskila hjá Reykjavíkurborg. Endurskoðunarnefnd vísar skýrslunni til fjármála- og áhættustýringarsviðs til úrvinnslu tillagnanna og óskar eftir að endurskoðunarnefnd verði upplýst um framgang þeirra.
-
Niðurstöður úttektarverkefnis Innri endurskoðunar og ráðgjafar varðandi eigendahlutverk styrkjaverkefnis Reykjavíkurborgar og styrkjaúthlutanir 2022 og skýrsla til stjórnenda dags. 23.04.2024. IER22110004
Frestað.
-
Fram fer umræða um umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning Reykjavíkurborgar 2023. IER24020020
Frestað.
Fundi slitið kl. 11:56
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 23, apríl 2024