No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, mánudaginn 8. apríl var haldinn 300. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 ásamt trúnaðarmerktri greinargerð fagsviða og sjóða A hluta, trúnaðarmerktri greinargerð B hluta fyrirtækja og trúnaðarmerktri skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs. IER240200020
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason og Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Klukkan 10:11 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Samþykkt endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að nefndin hafi eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila og eftirlit með ytri og innri endurskoðun og fari auk þess yfir fjárhagslegar upplýsingar og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum. Nefndin hefur í samræmi við það fengið kynningu fjármála- og áhættustýringarsviðs á drögum að ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 ásamt fylgigögnum. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli ofangreinds að ekkert bendi til annars en að ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023, sem verður lagður fram á fundi borgarráðs þann 11. apríl nk., teljist fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar í samræmi við 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.- Klukkan 11:36 víkur Einar S Hálfdánarson af fundi.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum ráðgjafarverkefnis Innri endurskoðunar og ráðgjafar varðandi áhættustýringu A hluta Reykjavíkurborgar og lögð fram trúnaðarmerkt vinnuskýrsla til stjórnenda. IER23050017
Ingunn Ólafsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Halldóra Káradóttir og Stefanía Scheving Thorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Klukkan 12:34 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á ráðgjafarúttekt á áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg. Að mati nefndarinnar eru umbótatillögur Innri endurskoðunar og ráðgjafar gagnlegar við uppbyggingu, þróun og áframhaldandi innleiðingu áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Endurskoðunarnefnd vísar skýrslunni til nýskipaðrar áhættunefndar Reykjavíkurborgar til úrvinnslu umbótatillagna og óskar eftir að endurskoðunarnefnd verði upplýst um framgang þeirra.
Fundi slitið kl. 12:50
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 8. apríl 2024