Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 30

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 16. janúar, var haldinn 30. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Formaður gerði grein fyrir fundi með fjármálastjóra þar sem farið var yfir áætlaðar tímasetningar vegna mánaða- og árshlutauppgjöra á árinu 2013.

2. Framsetning ársreiknings hjá Reykjavík var rædd. Ákveðið að Sigrún boði formann reikningsskilanefndar sveitarfélaganna á fund endurskoðunarnefndar.

3. Uppgjörsferill – farið yfir framgang verkefnisins.

4. Rætt um framgang endurskoðunar. Ákveðið að óska eftir greiningu á stöðu endurskoðunarvinnu í samanburði við áætlunina sem lögð var fram í haust.

5. Útboðsmál. Rætt um stöðu verkefnisins. Rætt um stöðu og hlutverk endurskoðunarnefndar. Fá Ellý, Jóhönnu og BBS á fund til að ræða stjórnskipulagið.

Fundi slitið kl. 11.00

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir

Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd-160113.pdf