Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 2

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Ár 2012, miðvikudaginn 29. febrúar, var haldinn 2. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:32. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson.
Fundarritari var Hallur Símonarson.


Þetta gerðist:


1. Endurskoðunarnefnd – kynning á verkefnum endurskoðunarnefndar og hvernig þau snerta ytri endurskoðun.

2. Kynning ytri endurskoðenda á samskiptaáætlun og helstu álitaefnum vegna endurskoðunar 2011. Arna Tryggvadóttir og Ólafur Gestsson mættu frá PriceWaterhouseCoopers
a. Farið yfir ACM (audit comfort matrix).
b. Rætt um annmarka / vandamál sem upp hafa komið við endurskoðunina.
c. Rætt um samráðsfundi Reykjavíkurborgar um málefni á sviði fjármála, endurskoðunar og reikningshalds (FER fundir)
d. Lagt fram minnisblað um tímaáætlun endurskoðunar vegna Aflvaka hf., Jörundar ehf. og Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

3. Rætt um samstæðuendurskoðun. Ákveðið að fá yfirlit yfir tekjur og eignir B hluta fyrirtækja vegna ársins 2010, endurskoðendur fyrirtækjanna og þóknun fyrir endurskoðunarþjónustu hvers og eins.

4. Ákveðið að fá kynningu frá Fjármálaskrifstofu á uppgjörsferlinu og álitamálum varðandi reikningskilin á næsta fundi.


Fundi slitið kl. 10:23


Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson