Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 299

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 25. mars var haldinn 299. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S Hálfdánarson boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Strætó bs. IER240200020

    Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Jóhannes Svavar Rúnarsson og Elísa Kristmannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. 

    Formanni falið að ganga frá umsögn til stjórnar.     
     

  2. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Malbikunarstöðina Höfða hf. IER240200020

    Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Birkir Hrafn Jóakimsson og Hafdís Guðlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. 

    Formanni falið að ganga frá umsögn til stjórnar.     
     

  3. Fram fer umræða um reikningsskil A og B hluta og upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar. IER240200028

    Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  4. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn endurskoðunarnefndar um flokkun sveitarfélaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar í A eða B hluta við gerð reikningsskila og viðbrögð við breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 er tók gildi þann 1. mars 2021. IER24030021 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóð svör fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn sinni. 
     

  5. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á innkaupum á rekstrarvörum fyrir ljósritunarvélar og prentara. IER23090020

    Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  6. Fram fer kynning á niðurstöðum 2. eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á verkferlum hjá Barnavernd Reykjavíkur. IER23090021

    Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  7. Fram fer kynning á niðurstöðum 2. eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á skráningu safngripa og innra eftirliti hjá menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. IER23030044

    Guðjón Hlynur Guðmundsson og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

Fundi slitið kl. 13:15

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 25. mars 2024