Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, mánudaginn 25. mars var haldinn 299. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S Hálfdánarson boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Strætó bs. IER240200020
Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Jóhannes Svavar Rúnarsson og Elísa Kristmannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu.Formanni falið að ganga frá umsögn til stjórnar.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Malbikunarstöðina Höfða hf. IER240200020
Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Birkir Hrafn Jóakimsson og Hafdís Guðlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu.Formanni falið að ganga frá umsögn til stjórnar.
-
Fram fer umræða um reikningsskil A og B hluta og upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar. IER240200028
Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn endurskoðunarnefndar um flokkun sveitarfélaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar í A eða B hluta við gerð reikningsskila og viðbrögð við breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 er tók gildi þann 1. mars 2021. IER24030021
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóð svör fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn sinni.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á innkaupum á rekstrarvörum fyrir ljósritunarvélar og prentara. IER23090020
Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum 2. eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á verkferlum hjá Barnavernd Reykjavíkur. IER23090021
Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum 2. eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á skráningu safngripa og innra eftirliti hjá menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. IER23030044
Guðjón Hlynur Guðmundsson og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 13:15
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 25. mars 2024