Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 298

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, þriðjudaginn 19. mars var haldinn 298. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:
 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um reikningsskil A og B hluta og flokkun félaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar.  IER240300021

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd lagði fram fyrirspurn til fjármála- og áhættustýringarsviðs þann 5. júní 2023 vegna erindis innviðaráðuneytis dags. 7. mars 2023 þar sem vakin er athygli á breytingu reglugerðar nr. 1212/2015 er tók gildi þann 1. mars 2021 og taka átti tillit til við gerð ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2022. Ekki hefur enn borist svar frá fjármála- og áhættustýringarsviði við fyrirspurn nefndarinnar og er hér með óskað eftir svörum eigi síðar en 22. mars nk. 
     

  2. Fram fer umræða um upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar 2023. IER240200028

    Frestað. 
     

  3. Fram fer umræða um viðhorfskönnun vegna endurskoðunarnefndar. IER240300024

    Ákveðið að senda út nýja viðhorfskönnun. 
     

Fundi slitið kl. 11:48

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 19. mars 2024