Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, mánudaginn 4. mars var haldinn 296. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 10:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir samstæðu Orkuveitunnar. IER240200020
Davíð Arnar Einarsson, Bjarni Már Jóhannesson, Bryndís María Leifsdóttir, Brynja Kolbrún Pétursdóttir og Hrafnhildur Fanngeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Klukkan 10:20 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi samstæðu Orkuveitunnar fyrir árið 2023. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn Orkuveitunnar.Formanni falið að ganga frá umsögn til stjórnar.
Fundi slitið kl. 11:20
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 4. mars 2024