Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, föstudaginn 23. febrúar var haldinn 294. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir ON og ON Power. IER240200020
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Einar Ólafsson, Harpa Rán Pálmadóttir og Árni Hrannar Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningum og endurskoðunarskýrslum. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningarnir séu tilbúnir til afgreiðslu í stjórnum ON og ON Power.
-
Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Veitur. IER240200020
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Þorgeir Hafsteinn Jónsson, Anna Gunnlaug Friðriksdóttir og Guðrún Erla Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn Veitna.
-
Lögð fram drög að ársreikningi 2023 fyrir Carbfix. IER240200020
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Erling Tómasson, Bryndís María Leifsdóttir, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Edda Sif Aradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Frestað
-
Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Ljósleiðarann. IER240200020
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Einar Þórarinsson, Halla Björg Haraldsdóttir, Bryndís María Leifsdóttir og Hrafnhildur Fanngeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Frestað
-
Fram fer kynning á skýrslu og niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar á vetrarþjónustu borgarinnar. IER23030027
Ingunn Ólafsdóttir, Guðjón Hlynur Guðmundsson, Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Karl Eðvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu og gagnlega úttekt á vetrarþjónustu í borgarlandinu. Að mati nefndarinnar eru ábendingar Innri endurskoðunar og ráðgjafar gagnlegar við uppbyggingu innra eftirlits er varðar vetrarþjónustu. Endurskoðunarnefnd vísar skýrslunni til kynningar hjá umhverfis- og skipulagsráði.
- Klukkan 12:58 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi
-
Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir SORPU bs. Jafnframt lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar félagsins dagsett í dag. IER240200020
Theodór Sigurbergsson og Haukur Hauksson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Jón Viggó Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn SORPU bs.Formanni er falið að ganga frá umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar.
-
Fram fer umræða um ófjárhagslegar upplýsingar í ársskýrslu Reykjavíkurborgar. Lagt fram álit KPMG dags. 16.02.2024. IER24020028
Fundi slitið kl. 14:30
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. febrúar 2024