Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 294

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, föstudaginn 23. febrúar var haldinn 294. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda.

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir ON og ON Power. IER240200020

    Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Einar Ólafsson, Harpa Rán Pálmadóttir og Árni Hrannar Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningum og endurskoðunarskýrslum. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningarnir séu tilbúnir til afgreiðslu í stjórnum ON og ON Power. 

     

  2. Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Veitur. IER240200020

    Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Þorgeir Hafsteinn Jónsson, Anna Gunnlaug Friðriksdóttir og Guðrún Erla Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn Veitna. 

     

  3. Lögð fram drög að ársreikningi 2023 fyrir Carbfix. IER240200020

    Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Erling Tómasson, Bryndís María Leifsdóttir, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Edda Sif Aradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Frestað

     

  4. Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Ljósleiðarann. IER240200020

    Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Einar Þórarinsson, Halla Björg Haraldsdóttir, Bryndís María Leifsdóttir og Hrafnhildur Fanngeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Frestað

     

  5. Fram fer kynning á skýrslu og niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar á vetrarþjónustu borgarinnar. IER23030027

    Ingunn Ólafsdóttir, Guðjón Hlynur Guðmundsson, Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Karl Eðvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu og gagnlega úttekt á vetrarþjónustu í borgarlandinu. Að mati nefndarinnar eru ábendingar Innri endurskoðunar og ráðgjafar gagnlegar við uppbyggingu innra eftirlits er varðar vetrarþjónustu. Endurskoðunarnefnd vísar skýrslunni til kynningar hjá umhverfis- og skipulagsráði. 

     

    • Klukkan 12:58 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi
  6. Lögð fram drög að ársreikningi 2023 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir SORPU bs. Jafnframt lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar félagsins dagsett í dag. IER240200020

    Theodór Sigurbergsson og Haukur Hauksson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið og Jón Viggó Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn SORPU bs. 

    Formanni er falið að ganga frá umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar. 

     

  7. Fram fer umræða um ófjárhagslegar upplýsingar í ársskýrslu Reykjavíkurborgar. Lagt fram álit KPMG dags. 16.02.2024. IER24020028

Fundi slitið kl. 14:30

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. febrúar 2024