Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 293

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 12. febrúar var haldinn 293. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 11:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild; Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda. Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á drögum að ársreikningi 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.  IER240200014

  Jón Viðar Matthíasson, Ástríður Þórðardóttir og Sturla Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

  Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
  Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 

  Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að gera umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
   

 2. Fram fer kynning á drögum að starfsáætlun persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, dags. 9.2.2024. IER24020009

  Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og Kristín Lilja Sigurðardóttir, lögfræðingur á fagsviði persónuverndar, taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

  Samþykkt. 

  Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
  Við höfum fengið kynningu á starfsáætlun persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til borgarráðs. 
   

Fundi slitið kl. 12:12

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 12. febrúar 2024