Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, mánudaginn 5. febrúar var haldinn 292. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram til kynningar drög að innri endurskoðun Strætó bs. fyrir árið 2023, dags. 22.01.2024. IER24020005
Sara Fönn Jóhannesdóttir og Jón Valdimarsson frá Deloitte taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum úttektar innri endurskoðunar Strætó bs. fyrir árið 2023. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar Strætó bs.
-
Lögð fram til kynningar drög að innri endurskoðun SORPU bs. fyrir árið 2023, dags. 05.02.2024. IER24020006
Jón Sigurðsson og Inga Stella Logadóttir frá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU bs., tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- Kl. 14:04 víkur Sigrún Guðmundsdóttir af fundinum
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum úttektar innri endurskoðunar SORPU bs. fyrir árið 2023. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar SORPU bs.
-
Fram fer kynning á verkefnum áhættustjóra Reykjavíkurborgar vegna 2023. IER24020007
Stefanía Scheving Thorsteinsson, áhættustjóri Reykjavíkurborgar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á stöðu uppgjörsvinnu hjá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. IER24020008
Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á stöðu endurskoðunar ársreiknings 2023 hjá ytri endurskoðendum – „early warnings“. IER23110001
Sturla Jónsson frá Grant Thornton endurskoðun ehf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið klukkan 15:51
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 5. febrúar 2024