Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 292

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 5. febrúar var haldinn 292. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda. 
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til kynningar drög að innri endurskoðun Strætó bs. fyrir árið 2023, dags. 22.01.2024. IER24020005

    Sara Fönn Jóhannesdóttir og Jón Valdimarsson frá Deloitte taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum úttektar innri endurskoðunar Strætó bs. fyrir árið 2023. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar Strætó bs. 

     

  2. Lögð fram til kynningar drög að innri endurskoðun SORPU bs. fyrir árið 2023, dags. 05.02.2024. IER24020006

    Jón Sigurðsson og Inga Stella Logadóttir frá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU bs., tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    -    Kl. 14:04 víkur Sigrún Guðmundsdóttir af fundinum

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum úttektar innri endurskoðunar SORPU bs. fyrir árið 2023. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar SORPU bs. 

     

  3. Fram fer kynning á verkefnum áhættustjóra Reykjavíkurborgar vegna 2023. IER24020007

    Stefanía Scheving Thorsteinsson, áhættustjóri Reykjavíkurborgar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

  4. Fram fer kynning á stöðu uppgjörsvinnu hjá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. IER24020008

    Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

  5. Fram fer kynning á stöðu endurskoðunar ársreiknings 2023 hjá ytri endurskoðendum – „early warnings“. IER23110001

    Sturla Jónsson frá Grant Thornton endurskoðun ehf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

Fundi slitið klukkan 15:51

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 5. febrúar 2024