Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 287

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 13. nóvember var haldinn 287. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1 í Skála og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll.

Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024 – 2028. IER23040002

  Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Hörður Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

   

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á árshlutareikningi Félagsbústaða hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2023 – 30. september 2023.

  Sigrún Árnadóttir og Kristinn Karel Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 3. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2023. IER23110001

  Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 4. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2023. IER23110001

  Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 5. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings SORPU bs. fyrir árið 2023. IER23110001

  Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 6. Lagt fram minnisblað Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar um eftirlit með rafrænum kosningum um „Hverfið mitt 2023“ dags. 9. þ.m. IER23080015

  Stefán Viðar Grétarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:26

Lárus Finnbogason Sunna Jóhannsdóttir

Einar S. Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 13. nóvember 2023