Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2012, miðvikudaginn 12. desember, var haldinn 28. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.30. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
2. Staða útboðsmála. Formaður endurskoðunarnefndar fór yfir stöðu útboðsmála og gerði grein fyrir fundi með borgarritara, fjármálastjóra og deildarstjóra innkaupadeildar þar sem farið var yfir framgang verkefnisins.
3. Undirbúningur sameiginlegs útboðs fyrir ytri endurskoðun samstæðu Reykjavíkurborgar. Á fundinn kom endurskoðunarnefnd OR; Sigríður Ármannsdóttir, Gylfi Magnússon og Ingvar Garðarsson.
a. Hæfiskröfur endurskoðanda/endurskoðunarfyrirtækja: Farið var yfir skjal í drögum að hæfiskröfu.
b. Gagnaöflun; Farið var yfir skjal um aðkeypta þjónustu. Ákveðið að skjalið verði sent til aðila sem munu taka þátt í útboðinu. Skjalið verður sent til endurskoðunarnefndar OR, sem hefur hug á að setja inn viðbótarkröfur um upplýsingagjöf.
c. Gagnaöflun; Rætt um gagnaöflun um innra eftirlit og áhættumat hjá samstæðunni.
d. Ákveðið að formaður endurskoðunarnefndar OR komi á næsta fund.
4. Farið var yfir verkáætlun endurskoðunarnefndar, sem er samkvæmt áætlun.
5. Uppgjörsferill. Formaður endurskoðunarnefndar kynnti verk- og kostnaðaráætlun frá utanaðkomandi ráðgjafa, Deloitte, varðandi verkefni er fæli í sér skoðun á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar. Nefndarmenn samþykktu þessa áætlun og að formaður gengi frá samkomulagi við Deloitte.
6. Næsti fundur 9. janúar.
a. Útboðsmál – farið yfir fyrirkomulag utanumhalds og framgang verkefnisins.
b. Fundað með ytri endurskoðendum – farið yfir framgang endurskoðunaráætlunar.
Fundi slitið kl. 11.45
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson