Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 273

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 24. apríl var haldinn 273. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Einar S Hálfdánarson.
Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 dags. 22. þ.m., trúnaðarmerktri greinargerð fagsviða með ársreikningi 2022 og trúnaðarmerktri skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs með ársreikningi 2022 ásamt drögum að umsögn endurskoðunarnefndar dags. í dag. IER22110076

    -    Kl. 13:26 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum

    Umsögn endurskoðunarnefndar samþykkt

    Vísað til borgarráðs

    Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Erik Tryggvi Bjarnason hjá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar ásamt Sturlu Jónssyni og Davíð Arnari Einarssyni hjá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Einar S Hálfdánarson leggur fram bókun undir þessum lið sem færð er í trúnaðarbók endurskoðunarnefndar.

     

  2. Fram fer kynning á drögum að endurskoðunarskýrslu Grant Thornton endurskoðunar ehf. dags. í dag. 

    Sturla Jónsson og Davíð Arnar Einarsson hjá Grant Thornton endurskoðun hf. og Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Erik Tryggvi Bjarnason hjá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 14:30

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 24. apríl 2023