Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 272

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 17. apríl var haldinn 272. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 15:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

  1. Rætt um bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 28. febrúar sl. MSS23030001

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd telur mikilvægt að brugðist verði við bréfi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og óskar eftir því að fjármála- og áhættustýringarsvið upplýsi endurskoðunarnefnd um áætluð viðbrögð sem eftirlitsnefndin kallar eftir. Endurskoðunarnefnd telur að viðbrögð borgarstjórnar við bréfi eftirlitsnefndar þurfi að liggja fyrir við afgreiðslu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2022 m.a. með vísan til upplýsingagjafar í skýrslu stjórnar.

    Einnig lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd ítrekar bókun sem beint var til skrifstofu borgarstjórnar á 248. fundi nefndarinnar hinn 17. ágúst 2022 að hún hefur ýmis eftirlitshlutverk sbr. 2. gr. samþykktar borgarstjórnar fyrir endurskoðunarnefnd. Nefndin óskar sem fyrr eftir því og telur brýnt að erindi sem tengjast hlutverki hennar berist henni eins og tilefni er til.

    -    Kl. 16:10 víkur Einar S Hálfdánarson af fundinum

  2. Rætt um viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga skv. 64. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011.

    Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn: 

    Endurskoðunarnefnd óskar eftir því að fá kynningu á útreikningum á fjárhagslegum viðmiðum í rekstri Reykjavíkurborgar skv. 6. gr. reglugerðar 502/2012

  3. Lögð fram að nýju drög að ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2022 ásamt endurskoðunarskýrslu Grant Thornton endurskoðunar og drögum að umsögn endurskoðunarnefndar. IER22110076

    Umsögn endurskoðunarnefndar samþykkt og vísað til hafnarstjórnar Faxaflóahafna sf.
     

Fundi slitið kl. 16:42

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 17. apríl 2023