Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 27

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2012, þriðjudagur 28. nóvember, var haldinn 27. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
2. Staða útboðsmála. Formaður endurskoðunarnefndar fór yfir stöðu útboðsmála og gerði grein fyrir fundi með borgarritara og fundi með stjórn Sorpu.
3. Fjármálastjóri kynnir árshlutareikning Reykjavíkur. Á fundinn mættu ásamt fjármálastjóra Birgi B. Sigurjónssyni, Gísli Hlíðberg Guðmundsson borgarbókari, Halldóra Káradóttir, skrifstofustjóri áætlunar og greiningar og Andrés B. Andreasen sérfræðingur. Framlögð gögn voru „árshlutareikningur, janúar – september 2012“ og „skýrsla Fjármálaskrifstofu við framlagningu níu mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar 2012“. Kynntar voru helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir A-hluta og samstæðuna. Einnig voru dregin fram helstu álitaefni gagnvart einstökum liðum. Í lok fundar var fyrstu drögum að verklagsreglum fyrir uppgjörsferilinn dreift. Í framhaldi af þessari kynningu ræddu nefndarmenn um að formfesta þurfi feril og tímasetningar við upplýsingagjöf um árshlutauppgjör til endurskoðunarnefndar.
4. Uppgjörsferill. Rætt um að formaður endurskoðunarnefndar ræddi við utanaðkomandi ráðgjafa um verkefni er fæli í sér skoðun á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar. Rætt var um mögulega afmörkun verkefnisins.
5. Hæfiskröfur. Nefndarmaður lagði fram minnisblaðið „Tillaga að hæfisskilyrðum vegna útboðs Reykjavíkurborgar á endurskoðunarþjónustu“. Farið var yfir minnisblaðið og rætt. Ákveðið var að nefndarmaður myndi stilla upp tillögum um hæfisskilyrði fyrir næsta fund.
6. Starfsreglur nefndarinnar.
7. Formaður endurskoðunarnefndar fer fyrir borgarráð 4. desember 2011 og kynnir starfsreglur og störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11.45

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson