Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 268

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2023 fimmtudaginn 16. mars var haldinn 268. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S Hálfdánarson boðaði forföll. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2022 ásamt drögum endurskoðunarskýrslu fyrir Strætó bs. og drögum að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar félagsins dags. í dag. IER22110076

Jóhannes Rúnarsson hjá Strætó bs. tekur sæti á fundinum með fjarfundabúnaði undir þessum lið ásamt Sturlu Jónssyni hjá Grant Thornton endurskoðun. 

Umsögnin er samþykkt og vísað til stjórnar Strætó bs.

Fundi slitið kl. 13:26

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 20.03.2023 - prentvæn útgáfa