No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2023, mánudaginn 13. mars var haldinn 267. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:45. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á samþykktum og drögum að ráðningarbréfum Deloitte vegna aukaverkefna félagsins hjá Strætó bs.. IER23030019
Sif Einarsdóttir hjá Deloitte tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á aukaverkefnum Deloitte fyrir Strætó bs. Endurskoðunarnefnd fór yfir ráðningarbréfin sem lúta að netöryggi, persónuvernd og útvistun upplýsingaöryggisstjóra og telur þau ekki hafa áhrif á óhæði innri endurskoðanda svo fremi að þeir aðilar sem koma að aukaverkum komi ekki að vinnu við innri endurskoðun félagsins. Endurskoðunarnefnd telur að það sé til bóta að fá ráðningarbréf vegna aukaverkefna send fyrirfram til umsagnar.
- Kl. 14:15 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum
2. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2022 ásamt drögum endurskoðunarskýrslu fyrir Strætó bs. IER22110076
Elísa Kristmannsdóttir hjá Strætó bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Sturlu Jónssyni og Theodór Sigurbergsson hjá Grant Thornton endurskoðun.
Frestað
3. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2022 ásamt drögum endurskoðunarskýrslu fyrir SORPU bs. auk drögum að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar félagsins. IER22110076
Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir og Jón Viggó Gunnarsson hjá SORPU bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Sturlu Jónssyni og Theodór Sigurbergsson hjá Grant Thornton endurskoðun.
Umsögnin er samþykkt og vísað til stjórnar SORPU bs.
- Kl. 16:06 víkur Einar S Hálfdánarson af fundinum.
4. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað innri endurskoðanda um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og tengd félög – Forval nr. 15695. IER23030003
Viðar Kárason hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd telur eftir þessa yfirferð að þau fjögur endurskoðunarfyrirtæki sem tóku þátt á forvali að útboði á endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og tengd félög uppfylli þær hæfiskröfur sem settar voru fram í forvalsgögnum.
Fundi slitið kl. 16:26
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
Einar S Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 13.03.2023 - prentvæn útgáfa