Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 265

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

 

Ár 2023, föstudaginn 24. febrúar var haldinn 265. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 10:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

1.    Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2022 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir Orku náttúrunnar ohf. IER22110076

 

 

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

 

 

Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn ON. 

 

 

2.    Lögð fram trúnaðarmerkt drög ársreikningi 2022 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir ON Power hf. IER22110076

 

 

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

 

 

Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn ON Power. 

 

 

Fundi slitið kl. 10:54

 

 

Lárus Finnbogason

 

 

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 24.2.2023 - Prentvæn útgáfa