Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2023, mánudaginn 13. febrúar var haldinn 263. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um reikningsskil Félagsbústaða. IER22110076
Sturla Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
2. Lögð fram að nýju skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. febrúar 2022 til 31. janúar 2023. IER23020004
Ólöf Marín Úlfarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu regluvarðar. Í skýrslunni kemur fram að regluverði reynist erfitt að safna upplýsingum vegna innherjaskráningar og að tregðu gæti hjá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum að veita umbeðnar upplýsingar. Að mati regluvarðar skýrist þessi tregða að einhverju leyti af því að töluverð fyrirhöfn er af því að prenta, fylla út og senda regluverði skráningarform sem eru á pappírsformi. Regluvörður hefur beðið um aðstoð þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) við að útbúa rafræna lausn til einföldunar þessarar upplýsingaöflunar, en óvíst er um hvenær sú beiðni verður afgreidd. Endurskoðunarnefnd leggur áherslu á að ÞON hraði afgreiðslu þessarar beiðni regluvarðar, en afar mikilvægt er að innherjaupplýsingar séu skráðar með réttum hætti. Endurskoðunarnefnd tekur undir ábendingu regluvarðar um að það er óásættanlegt að enn skorti á að nýkjörnir fulltrúar hafi skilað innherjaskráningu þrátt fyrir fjölda ítrekana.
3. Lagt fram erindi hafnarstjóra dags. í dag með vísan til 5. gr. samnings nr. 13976 um ytri endurskoðunarþjónustu um að endurskoðunarnefnd samþykki að ytri endurskoðendur yfirfari útreikninga í tengslum við nýtingu farþegagjalds. IER23020012
Samþykkt
Fundi slitið kl. 14:00
Lárus Finnbogason
Sunna Jóhannsdóttir Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 13.02.2023 - prentvæn útgáfa