No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2023, miðvikudaginn 3. janúar var haldinn 260. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram úttektarskýrsla PwC dags. 21. f.m. um innri endurskoðun SORPU bs. fyrir árið 2022. IER22110086
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar
Við höfum fengið kynningu á úttekt PwC, innri endurskoðanda SORPU, vegna innri endurskoðunar fyrir árið 2022. Að okkar mati er úttektin vel unnin og umfang hennar í samræmi samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd vekur sérstaka athygli stjórnar á verulegri athugasemd PwC um að ósamræmi milli stofnsamnings, eigendastefnu og starfsreglna stjórnar skapi verulega óvissu og rekstraráhættu hjá SORPU. Þá var einnig meðal tillagna PwC að endurskoða bréf um samstarf endurskoðunarnefndar og SORPU frá árinu 2015 m.a. til að skilgreina betur upplýsingaflæði og samskipti. Endurskoðunarnefnd er sammála tillögunni og mun senda stjórn SORPU drög að uppfærðu bréfi.
Fundi slitið kl. 16:14
Lárus Finnbogason
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 03.01.2023 - prentvæn útgáfa