Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 259

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 19. desember var haldinn 259. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 10:37. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll en Einar S Hálfdánarson mætti ekki.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram drög að úttektarskýrslu PwC dags. 16. þ.m. um innri endurskoðun SORPU bs. fyrir árið 2022. IER22110086

Hrefna Guðmundsdóttir og Jón Sigurðsson hjá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar

Við höfum fengið kynningu á drögum að niðurstöðum úttektar innri endurskoðunar SORPU fyrir árið 2022. Að okkar mati er úttektin vel unnin og umfang hennar í samræmi samþykkta verkefnisáætlun. Örfá atriði krefjast frekari athugunar og mun endurskoðunarnefnd fá lokaskýrslu til afgreiðslu þegar því er lokið. 

Frestað

Fundi slitið kl. 11:52

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.12.2022 - prentvæn útgáfa