Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 258

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 12. desember var haldinn 258. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á starfsemi skrifstofu áhættustýringar hjá fjármála- og áhættustýringarsviði. 

Stefanía Scheving Thorsteinsson og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 13:13 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum

2.    Lagt fram bréf innri endurskoðanda og fagstjóra innri endurskoðunar dags. í dag um innri endurskoðunaráætlun samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir árin 2023-2024. IER22110066 

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar

Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á áhættumati og forsendum fyrir verkefnavali í innri endurskoðunaráætlun áranna 2023 - 2024 fyrir samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef. Endurskoðunarnefnd telur áhættumatið vel ígrundað og verkefnaval viðeigandi og vísar því áætluninni til stjórna móðurfélags og dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur sef. til samþykktar. 

3.    Lögð fram orðsending frá Innri endurskoðun og ráðgjöf um útboð ytri endurskoðunarþjónustu fyrir A og B hluta Reykjavíkurborgar dags. í dag. IER22110079

4.    Lögð fram orðsending frá Innri endurskoðun og ráðgjöf um eftirfylgni með ábendingu ytri endurskoðenda dags. í dag. IER22110078

Fundi slitið kl. 16:29

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Einar S. Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 12.12.2022 - prentvæn útgáfa