Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Ár 2022, mánudaginn 28. nóvember kl. 17:00 var haldinn 257. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar í Guðrúnartúni 1. Mættir voru: Sunna Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Einar S. Hálfdánarson boðaði forföll. Fundarritari var Ingunn Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 30. september 2022. IER22110076
Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, Erik Thomas Richard Hirt og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2022. Nefndin telur reikninginn tilbúinn til samþykktar hjá borgarráði.
2. Önnur mál:
a. Umræða um útboð á ytri endurskoðunarþjónustu. Rætt um hæfisskilyrði bjóðenda. IER22110079
b. Rætt um beiðni um úttekt IER á sjálfstætt starfandi tónlistarskólum. IER22120004
Fundi slitið kl. 18:40
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 28.11.2022 - prentvæn útgáfa