Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 256

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 16. nóvember var haldinn 256. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 15:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S. Hálfdánarson mætti ekki til fundarins.

Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

1.    Rætt um útboð ytri endurskoðunarþjónustu fyrir A og B hluta Reykjavíkurborgar og möguleika þess að viðhafa forval til að velja hæfa þátttakendur. IER22110079. 

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 

Endurskoðunarnefnd telur það heppilega leið að viðhafa forval við val á þátttakendum í útboði ytri endurskoðunarþjónustu fyrir hönd Reykjavíkurborgar og tilgreindra B hluta fyrirtækja. Nefndin óskar eftir því að innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar undirbúi forval við útboðið m.a. með framsetningu krafna um hæfi bjóðenda.

Fundi slitið kl. 16:00

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.11.2022 - prentvæn útgáfa