Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2022, mánudaginn 14. nóvember var haldinn 255. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:15. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindisbréf innri endurskoðunar Strætó dags. í dag ásamt óhæðisyfirlýsingu einnig dags. í dag. IER22110075
Samþykkt
2. Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Strætó fyrir árið 2022. IER22110075
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á innri endurskoðunaráætlun ársins 2022 fyrir Strætó bs. og telur áhættumatið og verkefnaval viðeigandi og vísar áætluninni til stjórnar til samþykktar.
3. Lögð fram drög að erindisbréfi innri endurskoðunar SORPU dags. í dag. IER22110077
Jón Sigurðsson og Hrefna Gunnarsdóttir hjá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Samþykkt í samræmi við umræður á fundinum
4. Lögð fram drög að verkefnisáætlun innri endurskoðunar SORPU fyrir árið 2022 dags. 17. þ.m. IE22100018
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á innri endurskoðunaráætlun ársins 2022 fyrir SORPU bs. og telur áhættumatið og verkefnaval viðeigandi og vísar áætluninni til stjórnar til samþykktar.
5. Fram fer kynning á drögum að árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2022. IER22110076
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur sef fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2022. Nefndin telur reikninginn tilbúinn til samþykktar hjá stjórn.
6. Fram fer kynning á drögum að árshlutareikningi Félagsbústaða fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2022. IER22110076
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á árshlutareikningi Félagsbústaða hf. fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2022. Nefndin telur reikninginn tilbúinn til samþykktar hjá stjórn.
7. Lögð fram orðsending frá Innri endurskoðun og ráðgjöf um eftirfylgni með ábendingu ytri endurskoðenda dags. í dag. IER22110078
8. Lögð fram orðsending frá Innri endurskoðun og ráðgjöf um útboð ytri endurskoðunarþjónustu fyrir A og B hluta Reykjavíkurborgar dags. í dag. IER22110079
9. Önnur mál
Fundi slitið kl. 16:17
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
Einar S. Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
255._fundargerd_endurskodunarnefndar_fra_14._november_2022.pdf