Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 253

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 24. október var haldinn 253. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:08. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Einar S Hálfdánarson boðaði forföll.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lagður fram samningur SORPU og PwC til eins árs um innri endurskoðun SORPU 2022 dags. 17. þ.m. IE22100018

Jón Sigurðsson og Hrefna Gunnarsdóttir hjá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

-    Kl. 13:15 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum

2.    Lögð fram drög að erindisbréfi innri endurskoðunar SORPU dags. í dag. IE22100018

Jón Sigurðsson og Hrefna Gunnarsdóttir hjá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

Frestað

3.    Lögð fram drög að verkefnisáætlun innri endurskoðunar SORPU fyrir árið 2022 dags. 17. þ.m. IE22100018

Jón Sigurðsson og Hrefna Gunnarsdóttir hjá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

Frestað

4.    Lagt fram bréf fagstjóra fagsviðs ráðgjafar og innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 18. þ.m. með ósk um staðfestingu á nýju meðf. erindisbréfi fyrir fagsvið ráðgjafar. IE22090002

Agnes Guðjónsdóttir, ráðgjafi borgarbúa tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt

5.    Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. í dag um Netöryggi hjá Reykjavíkurborg – eftirfylgni ásamt samantekt niðurstaðna eftirfylgniúttektar einnig dags. í dag. IE22030018

Ingunn Ólafsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Að mati endurskoðunarnefndar hefði farið betur á því að viðbrögð stjórnenda hefðu verið tímanlegri og óskar nefndin eftir því að stjórnendur þjónustu- og nýsköpunarsviðs komi til fundar við endurskoðunarnefnd eigi síðar en í janúar nk. og geri annars vegar grein fyrir ástæðum þess að ekki hefur tekist að bæta úr því sem til stóð og stöðu úrbóta vegna útistandandi ábendinga Innri endurskoðunar og ráðgjafar.

6.    Fram fer umræða um verkefni fagsviðs innri endurskoðunar hjá IER á árinu 2022.

Ingunn Ólafsdóttir, fagstjóri innri endurskoðunar hjá IER tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Rætt um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar 2021-2022 IE22050004.

Frestað

8.    Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2022-2023.

Frestað

9.    Rætt um tímalínu vegna ársreikninga 2022.

10.    Rætt um færslu á skjalasafni endurskoðunarnefndar í TEAMS.

11.    Lögð fram orðsending, Svörun við eftirfylgni endurskoðunarnefndar varðandi viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda – dags. 24. október 2022 dags. 20. þ.m. IE22100006 

    Fundi slitið kl. 16:26

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 24.10.2022 - prentvæn útgáfa