Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2022, mánudaginn 10. október var haldinn 252. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Einar S Hálfdánarson tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Rætt um útboð ytri endurskoðunarþjónustu IE22090014
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Eitt af meginverkefnum endurskoðunarnefndar er að setja fram tillögu til stjórnar um val á ytri endurskoðanda. Ytri endurskoðunarþjónusta hefur verið unnin á grundvelli ákvörðunar borgarráðs og stjórna félaga innan B hluta í júlí 2012 um að fara í sameiginlegt útboðsferli á endurskoðunarþjónustu. Sú ákvörðun var endurnýjuð á árinu 2018. Gildistími verksamnings um ytri endurskoðunarþjónustu frá árinu 2018 milli Reykjavíkurborgar og eininga sem teljast til B-hluta sveitarfélagsins skv. 2. tl. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 annars vegar og endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton hins vegar um endurskoðunarþjónustu rennur út í árslok 2022. Í ljósi þess vekur endurskoðunarnefnd athygli á því að borgarráð fyrir hönd Reykjavíkurborgar og stjórnir eftirtalinna félaga sem eru aðilar að verksamningi þessum þurfa að taka ákvörðun um að efna til útboðs að nýju á endurskoðunarþjónustu:
o Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur sef., þ.e. samstæða, móðurfélag OR og dótturfyrirtækin:
OR eignir ohf.,
Veitur ohf.,
Orka náttúrunnar ohf,
ON Power ohf,
Ljósleiðarinn ehf.,
Orkuveita Reykjavíkur – Vatns- og fráveita sf.,
Reykjavik Energy Invest ehf.,
Úlfljótsvatn frítímabyggð ehf.,
Carbfix ohf.
o Félagsbústaðir hf.
o Faxaflóahafnir sf.
o Jafnlaunastofa sf.
o Þjóðarleikvangur ehf.
o Íþrótta- og sýningarhöllin hf.
o Malbikunarstöðin Höfði hf.
o Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, samstæða og dótturfyrirtæki SHS Fasteignir.
o Sorpa bs.
o Strætó bs.
o Aflvaki hf
2. Rætt um eftirfylgni með ábendingum ytri endurskoðenda í samræmi við hlutverk endurskoðunarnefndar. IE22100006
Endurskoðunarnefnd samþykkir að senda fyrirspurn til stjórnenda um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda og óskar eftir að svör verði veitt fyrir 1. desember nk.
3. Lagt fram ódags. minnisblað stjórnenda Faxaflóahafna um úrbætur við ábendingum í úttekt IER – Stjórnkerfi upplýsingaöryggis og upplýsingakerfa IE21090027
Friðrik Þór Hjálmarsson og Gunnar Tryggvason hjá Faxaflóahöfnum ásamt Ingunni Ólafsdóttur og Arnari Frey Guðmundssyni hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14:10 yfirgaf Einar S. Hálfdánarson fundinn
4. Rætt um vinnu við starfsskýrslu endurskoðunarnefndar fyrir 2021-2022 IE22050004
Fundi slitið kl. 14:58
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 10.10.2022 - prentvæn útgáfa