Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 251

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, miðvikudaginn 21 september var haldinn 251. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 14:15. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Rætt um útboð ytri endurskoðunarþjónustu fyrir A og B hluta Reykjavíkurborgar 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn 

Eins og fram kemur í samþykkt fyrir endurskoðunarnefnd skal nefndin meðal annars setja fram tillögu til borgarstjórnar um val á ytri endurskoðendum. Síðast var það gert í kjölfar útboðs á endurskoðunarþjónustu árið 2017 og var gengið til samninga við Grant Thornton endurskoðun ehf. Samkvæmt útboðslýsingu og meðf. verksamningi dags. 2018 var samið um endurskoðun ársreiknings til og með ársins 2022. Ekki er kveðið á um framlengingu en áður áður en endurskoðunarnefnd bendir borgarráði fyrir hönd Reykjavíkurborgar og stjórnum félaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar sem eru aðilar að fyrrnefndum verksamningi að taka ákvörðun um að efna til útboðs að nýju á endurskoðunarþjónustu fyrir þessar einingar óskar endurskoðunarnefnd eftir því að fá úr því skorið hvort lög um opinber innkaup eða innkaupareglur Reykjavíkurborgar hamli því að samningur við Grant Thornton endurskoðun verði framlengdur. 

Fundi slitið kl. 14:30

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 21.09.2022 - prentvæn útgáfa