Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 250

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 29. ágúst var haldinn 250. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 14:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram að nýju drög að árshlutareikningi Félagsbústaða hf fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 30. júní 2022 IE22080004

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd fékk kynningu á árshlutareikningi Félagsbústaða hf. og könnunarskýrslu Grant Thornton vegna fyrstu 6 mánaða ársins 2022. Endurskoðunarnefnd telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn Félagsbústaða.

2.    Lögð fram að drög að árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 30. júní 2022 og umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs. IE22080004

Halldóra Káradóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn endurskoðunarnefndar samþykkt 

Fundi slitið kl. 15:47

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

Einar Sveinn Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 29.08.2022 - prentvæn útgáfa