Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 248

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, miðvikudaginn 17. ágúst var haldinn 248. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 12:30. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Einar S. Hálfdánarson.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Kjöri endurskoðunarnefndar lýst. Borgarstjórn Reykjavíkur kaus þessa fulltrúa samkvæmt fundargerð borgarstjórnar 8. júní 2022: IE22060007

Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson.

Til vara

Danielle Pamela Neben, Ólafur Kristinsson og Páll Grétar Steingrímsson

Formaður var kjörinn Lárus Finnbogason.

Samkvæmt grein 9.1. í sameignarsamningi eigenda Orkuveitu Reykjavíkur fer endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar með hlutverk endurskoðunarnefndar fyrirtækisins, sbr. 108. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Skal einn fulltrúi í nefndinni skipaður skv. tilnefningu stjórnar OR. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tilnefndi Sunnu Jóhannsdóttur í nefndina. 

2.    Lögð fram til kynningar drög að árshlutareikningi Ljósleiðarans fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 30. júní 2022 IE22080004

Birna Bragadóttir, Erling Freyr Guðmundsson, Benedikt Kjartan Magnússon, Bjarni Freyr Bjarnason, Bragi Þór Bjarnason, Bryndís María Leifsdóttir hjá Ljósleiðaranum taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Davíð Arnari Einarssyni og Bjarna Má Jóhannessyni hjá Grant Thornton endurskoðun ehf.

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd fékk kynningu á árshlutareikningi Ljósleiðarans og könnunarskýrslu Grant Thornton vegna fyrstu 6 mánaða ársins 2022. Endurskoðunarnefnd telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

3.    Lögð fram til kynningar drög að árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 30. júní 2022 IE22080004

Brynhildur Davíðsdóttir, Benedikt Kjartan Magnússon, Bjarni Freyr Bjarnason, Bragi Þór Bjarnason, Bryndís María Leifsdóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Davíð Arnari Einarssyni og Bjarna Má Jóhannessyni hjá Grant Thornton endurskoðun ehf.

-    Klukkan 13:23 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd fékk kynningu á árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur og könnunarskýrslu Grant Thornton vegna fyrstu 6 mánaða ársins 2022. Endurskoðunarnefnd telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

4.    Lagt fram erindi Freys Hólm Ketilssonar dags. 15. þ.m. um málsmeðferð máls fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun og rágjöf IE22070013

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Í samþykkt endurskoðunarnefndar kemur fram að  nefndin skal leggja mat á gæði og skilvirkni Innri endurskoðunar og ráðgjafar (IER). Endurskoðunarnefnd hefur kynnt sér málsmeðferð IER í þessu máli og telur ekkert fram komið sem bendir til annars en að hún hafi verið í samræmi við hlutverk skrifstofunnar eins og því er lýst í samþykkt hennar.

5.    Rætt um gerð starfsskýrslna endurskoðunarnefndar vegna liðins starfsárs IE22050004

6.    Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vegna ársreikning 2021 dags. 22. júní sl. ásamt umsögn sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs um erindi EFS dags. 4. júlí sl. IE22080006

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar

Endurskoðunarnefnd hefur ýmis eftirlitshlutverk sbr. 2. gr. samþykktar borgarstjórnar fyrir endurskoðunarnefnd. Nefndin óskar eftir því að erindi sem tengjast hlutverki hennar berist henni eins og tilefni er til.

7.    Önnur mál

-    verkefni á milli funda – formaður gerði grein fyrir fundi með formanni borgarráðs sem haldinn var 5. júlí sl. 

-    Rætt um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar – IE21100012

-    Rætt um starfsreglur endurskoðunarnefndar – IE21100012

-    Rætt um starfsáætlun endurskoðunarnefndar 2022-2023 IE22080007

-    Rætt um útboð á ytri endurskoðunarþjónustu

Fundi slitið kl. 15:14

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Einar S. Hálfdánarson

Sunna Jóhannsdóttir    

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 17.08.2022 - prentvæn útgáfa