Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 247

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, miðvikudaginn 1. júní var haldinn 247. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:32. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar IER – Stjórnkerfi upplýsingaöryggis og upplýsingakerfa hjá Faxaflóahöfnum sf. IE2100027

Arnar Freyr Guðmundsson og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar

Að mati endurskoðunarnefndar hefði farið betur á því að viðbrögð stjórnenda hefðu verið tímanlegri og óskar nefndin eftir því  stjórnendur komi til fundar við í september nk. og geri grein fyrir úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar og ráðgjafar

2.    Lögð fram til kynningar úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar – Innkaup og samningsstjórnun hjá Reykjavíkurborg IE20110004

Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið

-    Kl. 14:07 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum

3.    Lögð fram tillaga innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að erindisbréfi fyrir innri endurskoðun hjá Reykjavíkurborg dags. 30. f.m. IE22050007

Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Samþykkt

4.    Fram fer umræða um yfirstandandi skoðun IER á málefnum skólahljómsveita IE22030005

5.    Fram fer umræða um gerð skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarráðs IE22050004

Fundi slitið kl. 16:10

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Einar S. Hálfdánarson

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 01.06.2022 - prentvæn útgáfa