Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 245

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 4. apríl var haldinn 245. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á drögum að ársreikningi Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrir árið 2021 ásamt fylgigögnum IE21080015

Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Erik Tryggvi Bjarnason og Sturla Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Samþykkt endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að nefndin hafi eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila og eftirlit með ytri og innri endurskoðun og fari auk þess yfir fjárhagslegar upplýsingar og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum. Nefndin hefur í samræmi við það fengið kynningu fjármála- og áhættustýringarsviðs á drögum að ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 ásamt fylgigögnum. Endurskoðunarnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli ofangreinds að ekkert bendi til annars en að ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021, sem verður lagður fram á fundi borgarráðs þann 7. apríl nk., teljist fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar í samræmi við 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2.    Lögð fram til kynningar frumdrög innri endurskoðunar SORPU bs. fyrir árið 2021 dags. 15. f.m. IE21020035

Jón Sigurðsson hjá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði

3.    Lögð fram til kynningar skýrsla Innri endurskoðunar og ráðgjafar með niðurstöðum úttektar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum dags. í mars 2022 IE2110014

Jenný Stefanía Jensdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði

4.    Önnur mál – gerð grein fyrir aðkomu fulltrúa í endurskoðunarnefnd að fundum stjórna B hluta félaga frá síðasta fundi endurskoðunarnefndar:

Stjórnarfundir, fylgt eftir umsögn nefndarinnar um ársreikning:

Félagsbústaðir 17. f.m. (fjarfundur)

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 18. f.m. (staðfundur)

Faxaflóahafnir 18. f.m. (staðfundur)

Malbikunarstöðin Höfði hf. 21. f.m. (staðfundur)

Aðalfundur

Félagsbústaðir 31. f.m. (staðfundur).

Fundi slitið kl. 15:56

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Einar S. Hálfdánarson

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 04.04.2022 - prentvæn útgáfa