Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 243

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 14. mars var haldinn 243. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á ársreikningi 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.  IE21080015

Sturla Jónsson, Gunnar Pétur Garðarsson og Jón Viðar Matthíasson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti

-    Kl. 13:06 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti

Samþykkt að fela formanni að ganga frá og kynna umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

2.    Fram fer kynning á ársreikningi 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir Félagsbústaði hf.  IE21080015

Sturla Jónsson, Gunnar Pétur Garðarsson, Theodór S Sigurbergsson, Sigrún Árnadóttir, Kristinn Karel Jóhannsson, Laufey Líndal Ólafsdóttir og Haraldur Flosi Tryggvason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti

Samþykkt með atkvæðum Lárusar Finnbogasonar, Sunnu Jóhannsdóttur og Sigrúnar Guðmundsdóttur að fela formanni að ganga frá og kynna umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Félagsbústaða hf.

-    Kl. 14:50 er gert hlé á fundi

-    Kl. 15:45 er fundi fram haldið

Lögð fram svohljóðandi bókun Einars S. Hálfdánarsonar:

Við stofnun Félagsbústaða hf. árið 1997 lýsti Reykjavíkurborg yfir því að félagið væri „ígildi sveitarfélags“. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sagði í bréfi sínu, dags. 3. desember 2021, til borgarinnar að eignir félagsins sýndust vera til eigin nota og því ekki forsendur til að beita þeim reikningsskilareglum sem Félagsbústaðir beita. Ég er sammála þessu mati nefndarinnar. Reikningsskilareglur og beiting þeirra á að vera samræmd á Evrópska efnahagssvæðinu. Félagsbústaðir beita IFRS stöðlum við reikningsskil sín. Í fyrirspurn Eftirlitsstofnunar EFTA til íslenska ríkisins varðandi reikningsskil Reykjavíkurborgar er ábending um að í svonefndum IPSAS stöðlum (fyrir opinbera aðila) komi fram að félagslegt húsnæði megi ekki færa við gangvirði. IPSAS staðlarnir eru byggðir á IFRS og túlkun þeirra samræmd við IFRS og þessi túlkun því ákaflega mikilvæg. Mikill vafi sem hefur skapast varðandi heimild Félagsbústaða hf. til að beita gangvirðismati á fasteignir félagsins vegna ofangreindra fyrirspurna og þeirra ábendinga sem koma fram í þeim. Enda er ekki kunnugt um nokkurt land á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem félagslegt húsnæði er metið við gangvirði. Ein mikilvægasta reglan við gerð reikningsskila er svonefnd varúðarregla. Beita ber varkárni við mat eigna og velja matsaðferðir í samræmi við það. Ég tel því ekki rétt að samþykkja ársreikninginn.

Lögð fram svohljóðandi bókun Lárusar Finnbogasonar, Sunnu Jóhannsdóttur og Sigrúnar Guðmundsdóttur:

    

Við getum ekki tekið undir sjónarmið í bókun Einars og vísum í niðurstöðu ytri endurskoðenda og álit reikningsskilaráðs nr. 1/2020 þar sem fram kemur að það gefi „glögga mynd að færa fjárfestingareignir við gangvirði óháð því hver tilgangur með eignarhaldi eignanna er“. Við teljum því hægt að samþykkja ársreikninginn eins og við leggjum til í umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar.

3.    Önnur mál

Sunna Jóhannsdóttir gerði grein fyrir þátttöku sinni á fundi stjórnar Strætó þann 11. þ.m. þar sem fjallað var um ársreikning 2021 og gerði grein fyrir umsögn endurskoðunarnefndar.

Sigrún Guðmundsdóttir gerði grein fyrir þátttöku sinni á fundi stjórnar SORPU þann 11. þ.m. þar sem fjallað var um ársreikning 2021 og gerði grein fyrir umsögn endurskoðunarnefndar.

Fundi slitið kl. 16:05

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir    Sunna Jóhannsdóttir

Einar S. Hálfdánarson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 14.03.2022 - prentvæn útgáfa