Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 240

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, föstudaginn 4. mars var haldinn 240. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á ársreikningi 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir SORPU bs. IE21080015

Haukur Hauksson, Theodór S. Sigurbergsson, Sturla Jónsson, Jón Viggó Gunnarsson og Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti

Samþykkt að fela formanni að ganga frá og kynna umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar SORPU bs.

2.    Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgni Innri endurskoðunar og ráðgjafar með úttekt á bókhalds- og uppgjörsferli Félagsbústaða IE21110022

Ingunn Ólafsdóttir og Viðar Kárason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

-    Kl. 13:48 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundinum

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd þakkar Innri endurskoðun og ráðgjöf fyrir vel unna úttekt og stjórnendum Félagsbústaða sérstaklega fyrir góðan árangur við að bregðast við og vinna úr þeim ábendingum sem innri endurskoðandi hefur sett fram um bókhalds- og uppgjörsferli félagsins.

3.    Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Einars Sveins Hálfdánarsonar: IE20100011

Lagt er til að óskað verði eftir skýringu reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga sbr. neðangreint:

Þann 19. mars 2021 sendi reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga tilkynningu þar sem segir að „sveitarfélög geti beitt sambærilegum reikningsskila- og matsaðferðum og undanfarin ár þar til veittar verða leiðbeiningar um annað“. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar óskar staðfestingar reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga á því áliti Reykjavíkurborgar að með tilkynningunni sé borginni heimilað að leggja fram svonefnd samantekin reikningsskil í stað samstæðuársreiknings. Verði þetta ekki fortakslaust staðfest, þá óskast nákvæmlega útlistað hvað átt sé við með tilvitnuðum orðum. 

Tillögunni er vísað frá með atkvæðum Lárusar Finnbogasonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur sem leggja fram svohljóðandi bókun:

Innbyrðis ósamræmi er í löggjöf og reglum er lúta að reikningsskilum sveitarfélaga og ýmist vísað til samstæðureikningsskila eða samantekinna reikningsskila eins og fram kemur í tilkynningu reikningsskila- og upplýsinganefndar frá 19. mars 2021. Í tilkynningunni kemur fram að nefndin vinni að yfirferð varðandi tillögugerð til samræmingar á hugtakanotkun í lögum og reglugerðum, en nefndin líti svo á að sveitarfélög geti beitt sambærilegum reikningsskila- og matsaðferðum og undanfarin ár þar til veittar verði leiðbeiningar um annað. Í bréfi frá reikningsskila- og upplýsinganefnd, dags. 8. september 2021 til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kemur fram skýr afstaða nefndarinnar varðandi samantekin reikningsskil en þar segir: „Niðurstaða nefndarinnar er að staðfesta núverandi framkvæmd. Það er að sveitarfélög semji samantekin reikningsskil fyrir A- og B-hluta (en ekki samstæðureikningsskil), að sveitarfélög noti samlegðaraðferð við gerð samantekinna reikningsskila (og þurfi því ekki að samræma reikningsskilaaðferð B-hluta að A-hluta) og að sveitarfélög taki út innri viðskipti og eignarhlutdeild þar sem við á (til samræmis við orðalagið að svo miklu leyti sem við á)“. Með fyrrgreindu bréfi reikningsskila- og upplýsinganefndar hefur verið staðfest að Reykjavíkurborg sé heimilt að leggja fram samantekin reikningsskil og því ekki þörf á að afla frekari upplýsinga frá reikningsskila- og upplýsinganefnd um þetta.

    Fundi slitið kl. 14:30

Lárus Finnbogason

Einar S. Hálfdánarson     Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 04.03.2022 - prentvæn útgáfa