No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2012, þriðjudagur 2. október, var haldinn 23. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.00. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð 21. fundar yfirfarin og undirrituð.
2. Fundur með endurskoðunarnefnd OR; Sigríði Ármannsdóttur, Gylfa Magnússyni og Ingvari Garðarssyni.
a. Borgarritari fór yfir tillögu borgarráðs um sameiginlegt útboð ytri endurskoðenda. Fram kom að ferlið tæki a.m.k. 52 daga.
b. Áhugi endurskoðunarnefndar OR er fyrir sameiginlegu útboði OR og Reykjavíkurborgar. Samningar OR við ytri endurskoðendur eru lausir ári á undan Reykjavíkurborg og því þyrfti að hefja vinnu við undirbúning útboðsins sem allra fyrst.
c. Ákveðið var að innkaupadeild Reykjavíkurborgar hefði samband við innkaupadeild OR til að hefja undirbúning fyrir gerð útboðsins. Útboðið myndi ná yfir næsta reikningsár OR.
d. Rætt var um að við gerð útboðsins þyrfti bæði að horfa til gæða og verðs í vali á aðila til verksins. Einnig var rætt um að horfa til erlendra aðila, þ.e. möguleika á því að erlendir aðilar kæmu að verkinu.
3. Upplýsingar frá Fjármálaskrifstofu um fjárhagsupplýsingar. Vísað var til svars fjármálastjóra um fjárhagsupplýsingar sem liggja fyrir af hálfu Fjármálaskrifstofu.
a. Mánaðauppgjör.
b. Skoða þarf sérstaklega 9 mánaða uppgjör og áætlað var að fara yfir ferilinn í nóvember.
c. Taka þarf saman og búa til undirmöppu á R-drifi endurskoðunarnefndar öll þau gögn sem Fjármálaskrifstofa hefur sent nefndinni.
4. Rætt var um áhættugreiningu í tengslum við uppgjörsferil borgarinnar. Starfandi innri endurskoðanda var á næsta fundi falið að gera nefndinni grein fyrir þeim verkefnum sem skrifstofan hefði unnið að í tengslum við uppgjörsferilinn.
5. Ákveðið var að óska eftir fundi með ytri endurskoðendum 31. október og fá kynningu á endurskoðunaráætlun þeirra.
6. Rætt var um innra eftirlit hjá Reykjavíkurborg og að taka þyrfti saman stöðu þess í minnisblaði, sérstaklega var rætt um stöðu áhættustýringar.
7. Rætt um innra starf og verklag Innri endurskoðunar og að draga þyrfti saman niðurstöðu nefndarinnar í minnisblað þess efnis, eftir að farið hefur verið yfir starfsáætlun Innri endurskoðunar.
Fundi slitið kl. 13.00
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson