Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 239

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, miðvikudaginn 2. mars var haldinn 239. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:06. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S Hálfdánarson. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á ársreikningi 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sef.  IE21080015

Bjarni Már Jóhannesson, Davíð Arnar Einarsson, Theodór S Sigurbergsson, Sturla Jónsson, Bjarni Freyr Bjarnason, Bryndís María Leifsdóttir og Elín Smáradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti

Samþykkt að fela formanni að ganga frá og kynna umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar OR.

Kl. 14:30 víkur Einar S Hálfdánarson af fundi

2.    Lagt fram erindi frá Grant Thornton dags. 28. febrúar um þjónustu utan verksamnings sem snýr að því að gefa viðbótar álit í áritun ytri endurskoðenda vegna ESEF- skýrslugerðar. IE22030001

Samþykkt með vísan til III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar er samþykktar voru 29. september 2017.

Fundi slitið kl. 14:40

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir     Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 2.3.2022 - prentvæn útgáfa