Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2022, mánudaginn 28. febrúar var haldinn 238. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 9:32. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi frá Grant Thornton dags. 25. febrúar um þjónustu utan verksamnings. IE22020018
Samþykkt
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd samþykkir að Grant Thornton veiti CarbFix ohf. þá þjónustu að staðfesta aðferðafræði á svokölluðum Relevent Cost enda er tekið fram í erindi Grant Thornton að þjónustan muni falla innan marka um endurskoðunartengda þjónustu og skerða ekki óhæði ytri endurskoðenda.
Fundi slitið kl. 9:40
Lárus Finnbogason
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 28.02.2022 - prentvæn útgáfa