Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 237

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, föstudaginn 25. febrúar var haldinn 237. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Einars Sveins Hálfdánarsonar: 

Lagt er til að óskað verði eftir skýringu reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga sbr. neðangreint: Þann 19. mars 2021 sendi reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga tilkynningu þar sem segir að „sveitarfélög geti beitt sambærilegum reikningsskila- og matsaðferðum og undanfarin ár þar til veittar verða leiðbeiningar um annað“. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar óskar staðfestingar reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga á því áliti Reykjavíkurborgar að með tilkynningunni sé borginni heimilað að leggja fram svonefnd samantekin reikningsskil í stað samstæðuársreiknings. Verði þetta ekki fortakslaust staðfest, þá óskast nákvæmlega útlistað hvað átt sé við með tilvitnuðum orðum. IE20100011

Frestað

2.    Fundir á milli funda

1.    Lárus Finnbogason gerði grein fyrir aðkomu sinni að fundi í stjórn Veitna ohf. sem haldinn var í dag þar sem fjallað var um ársreikning 2021 og endurskoðunarskýrslu ytri endurskoðenda.

2.    Sunna Jóhannsdóttir gerði grein fyrir aðkomu sinni að stjórnarfundi í stjórnum ON ohf. og ON Power ohf. sem haldinn var í dag þar sem fjallað var um ársreikninga 2021 og endurskoðunarskýrslur ytri endurskoðenda.

3.    Rætt um erindi frá ytri endurskoðendum sem barst í tölvupósti dags. 24. þ.m. um ESEF skýrslugerð og áhrif á áritun endurskoðenda. Formaður mun óska frekari upplýsinga hjá  ytri endurskoðendum og setja það síðan á dagskrá þegar þær liggja fyrir. 

Fundi slitið kl. 14:12

Lárus Finnbogason

Einar S. Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir    

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 25.02.2022 - prentvæn útgáfa