Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 236

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2022, mánudaginn 21. febrúar var haldinn 236. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á ársreikningi 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir ON ohf., ON Power ohf. og Veitur ohf.  IE21080015

Bjarni Freyr Bjarnason og Bryndís María Leifsdóttir hjá OR ásamt Sturlu Jónssyni, Bjarna Má Jóhannessyni og Davíð Arnari Einarssyni taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.

Samþykkt að fela formanni að senda stjórnum félaganna umsögn endurskoðunarnefndar.

2.    Lagt fram yfirlit áætlaðra tímasetninga varðandi undirbúning og afgreiðslu ársreiknings 2021. IE21080015

Sigurrós Ásta Sigurðardóttir hjá fjármála- og áhættustýringarsviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

3.    Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar IER – Stjórnkerfi upplýsingaöryggis og upplýsingakerfa hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. IE21090009

Ingunn Ólafsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson hjá IER taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

4.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun 2022-2023 fyrir A hluta borgarsjóðs dags. í dag. IE21110012

Ingunn Ólafsdóttir fagstjóri innri endurskoðunar hjá IER tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

Samþykkt

5.    Lögð fram skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar um störf á tímabilinu 1. mars 2021 til 1. febrúar 2022. IE22020014

Ólöf Marín Úlfarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti

6.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Einars Sveins Hálfdánarsonar: 

Lagt er til að óskað verði eftir skýringu reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga sbr. neðangreint: Þann 19. mars 2021 sendi reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga tilkynningu þar sem segir að „sveitarfélög geti beitt sambærilegum reikningsskila- og matsaðferðum og undanfarin ár þar til veittar verða leiðbeiningar um annað“. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar óskar staðfestingar reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga á því áliti Reykjavíkurborgar að með tilkynningunni sé borginni heimilað að leggja fram svonefnd samantekin reikningsskil í stað samstæðuársreiknings. Verði þetta ekki fortakslaust staðfest, þá óskast nákvæmlega útlistað hvað átt sé við með tilvitnuðum orðum. IE20100011

Frestað

7.    Fram fer umræða um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir 2021-2022 ráðgert að næstu fundir verði á eftirfarandi dagsetningum: IE21090016

Aukafundur 25.2. – Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla SORPA

Aukafundur 2.3. – Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla Orkuveitan – samstæða

Aukafundur 8.3. – Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla – Malbikunarstöðin Höfði hf. &     Strætó bs.

Reglulegur fundur 14.3. – Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla – Félagsbústaðir hf. &     Faxaflóahafnir bs.

Fundi slitið kl. 16:27

Lárus Finnbogason

Einar S. Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 21.02.2022 - prentvæn útgáfa