No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2022, mánudaginn 31. janúar var haldinn 235. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram yfirlýsing innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um óhæði Innri endurskoðunar og ráðgjafar dags. 31. janúar 2022 – IE21110012
2. Lögð fram til umræðu drög að innri endurskoðunaráætlun A hluta borgarsjóðs dags. í janúar 2022 – IE21110012
Ingunn Ólafsdóttir hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
3. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda dags. 28. þ.m. um innri endurskoðunar-áætlanir B hluta fyrirtækja – IE22010025
Arnar Freyr Guðmundsson, Guðjón Hlynur Guðmundsson og Ingunn Ólafsdóttir hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
4. Lagðar fram niðurstöður eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar dags. 28. þ.m. með úttekt á styrkveitingum til íþróttafélaga sem gefin var út í maí 2018 – IE20090053
Ingunn Ólafsdóttir hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
5. Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt starfsskýrsla Innri endurskoðunar og ráðgjafar um uppljóstrunarmál dags. 27. þ.m. IE22010013
Sigrún Jóhannesdóttir hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
6. Fram fer umræða endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar. IE21100012
Sigrún Jóhannesdóttir hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað Innri endurskoðunar og ráðgjafar um samskipti og vinnulag á fjármálasviði OR dags. 17. þ.m. IE21110004
Jenný Stefanía Jensdóttir hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
8. Lögð fram drög að leiðbeiningum reikningsskilaráðs fyrir félög sem falla undir ákvæði laga um ársreikninga nr. 3/2006 um upplýsingar í skýrslu stjórnar og framsetningu þeirra, 1. útgáfa. IE22010026
9. Lögð fram beiðni Faxaflóahafna sf. um aukaverk sbr. 5. grein verksamnings um ytri endurskoðun dags. 11. júlí 2018 – IE22010027
Samþykkt
Fundi slitið kl. 16:30
Lárus Finnbogason
Einar S. Hálfdánarson Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 31.01.2022 - prentvæn útgáfa