Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 234

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, föstudaginn 17. desember var haldinn 234. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 10:34. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram að nýju drög að verkefnaáætlun innri endurskoðunar SORPU bs. dags. í dag – IE21020035

Jón Sigurðsson frá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd hefur farið yfir drög að innri endurskoðunaráætlun SORPU. Endurskoðunarnefnd telur verkefnaval í samræmi við áhættumat PwC, en áréttar að huga þarf að væntum framtíðarkostnaði í tengslum við frágang úrgangs, gjaldfærslu byggingargalla o.fl. Endurskoðunarnefnd minnir á nauðsyn samráðs við ytri endurskoðendur í tengslum við tímasetningu á vinnslu verkefna innri og ytri endurskoðenda. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til endanlegrar afgreiðslu stjórnar SORPU bs.

2.    Rætt um endurskoðun ársreiknings samstæðu Reykjavíkurborgar og endurskoðun ársreikninga B hluta fyrirtækja fyrir árið 2021 – IE21080015

Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Bjarni Már Jóhannesson hjá Grant Thornton taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

3.    Farið yfir viðbrögð fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. þ.m. við ábendingum ytri endurskoðenda sem voru settar fram við endurskoðun ársreiknings 2020 – IE21090023

Halldóra Káradóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson hjá fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

4.    Rætt um endurskoðun samskiptareglna endurskoðunarnefndar og Fjármálasviðs Reykjavíkurborgar frá 8. nóvember 2013. IE21100012

Halldóra Káradóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson hjá fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

5.    Lögð fram að nýju fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúa, Kolbrúnu Baldursdóttur um eignfærslur fjárfestingarverkefna ásamt umsögn sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 15. þ.m. IE21020017

Halldóra Káradóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson hjá fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar

Endurskoðunarnefnd fékk fyrirspurn um eignfærslu fjárfestingarverkefna og óskaði eftir umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs. Nefndin hefur fengið umsögn sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs og skýringar og samþykkir að senda hana til fyrirspyrjanda sem svar endurskoðunarnefndar.

Fundi slitið kl. 12:20

Lárus Finnbogason

Einar S. Hálfdánarson    Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 17.12.2021 - prentvæn útgáfa