Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 231

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, mánudaginn 22. nóvember var haldinn 231. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:08. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram til kynningar drög að árshlutareikningi Reykjavíkurborgar. fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 30. september 2021 IE21080015

Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

Samþykkt að fela formanni að ganga frá umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs

2.    Fram fer kynning á skrifstofu áhættustýringar hjá fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. IE21110019

Halldóra Káradóttir og Stefanía Scheving Thorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar (IER) á tekjuferli sjúkraflutninga hjá Slökkvliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) IE21080029

Ingunn Ólafsdóttir hjá IER tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir. Jón Viðar Matthíasson og Ástríður Þórðardóttir hjá SHS taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

4.    Lögð fram starfsemisskýrsla IER – viðfangsefni umboðsmanns borgarbúa fyrir 2020-2021 IE21110015

Birgitta Kristjánsdóttir og Íris Arnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 15:40 víkur Einar S Hálfdánarson af fundi. 

5.    Önnur mál

Formaður gerði grein fyrir fundi með innri endurskoðun SORPU vegna innri endurskoðunaráætlunar 2022.

Sigrún gerði grein fyrir aðkomu sinni á stjórnarfundi Strætó bs. sem haldinn var 19. nóvember 2021. vegna greinargerðar innri endurskoðunar um úttektir ársins og umfjöllun um 9 mánaða uppgjör.

Fundi slitið kl. 16:12

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 22.11.2021 - prentvæn útgáfa