Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 230

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, miðvikudaginn 10. nóvember var haldinn 230. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 15:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Einars S Hálfdánarsonar dags. 4. október 2021 um gerð samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 ásamt greinargerð. Jafnframt lagt fram bréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 13. október 2021. 

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar leggur til að matsbreyting fjárfestingaeigna verði ekki færð í rekstrarreikning borgarinnar, heldur beint á eigið fé.

Greinargerð fylgir tillögunni IE20100011

Gísli Hlíðberg Guðmundsson, borgarbókari tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

2.    Rætt um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar. IE21100012

Frestað

Fundi slitið kl. 16:16

Lárus Finnbogason

Einar S. Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 10.11.2021 - prentvæn útgáfa