Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2021, mánudaginn 1. nóvember var haldinn 229. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Sigrún Guðmundsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á úttekt innri endurskoðunar Strætó bs. skv. verkefnaáætlun 2021 IE21020001
Sif Einarsdóttir og Eygló Sif Sigfúsdóttir hjá Deloitte ásamt Jóhannesi Rúnarssyni frá Strætó bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið. Hjálmar Sveinsson formaður stjórnar Strætó bs. tekur sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.
- Kl. 13:54 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum
2. Fram fer umræða um gerð samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 IE20100011
3. Rætt um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar. IE21100012
4. Fram fer kynning á verkefnaáætlun innri endurskoðunar SORPU bs. - IE21020035
Jón Sigurðsson hjá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jón Viggó Gunnarsson, Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir og Líf Magneudóttur hjá SORPU bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Frestað
5. Rætt um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda í tengslum við endurskoðun ársreiknings A-hluta 2020 IE21090023
Frestað
6. Rætt um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda í tengslum við endurskoðun ársreikninga B-hluta 2020 IE21090023
Frestað
7. Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á netöryggi hjá Orkuveitu Reykjavíkur IE21020023
Arnar Freyr Guðmundsson og Guðjón Hlynur Guðmundsson hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna
8. Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnunarkerfi upplýsingatækni hjá Orkuveitu Reykjavíkur IE21020023
Arnar Freyr Guðmundsson og Guðjón Hlynur Guðmundsson hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna
9. Fram fer kynning á eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á framleiðsluferli malbiks hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. IE21050007
10. Fram fer kynning á eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á uppgjörsferli hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. IE21050008
- Kl. 15:46 víkur Sigrún Guðmundsdóttir af fundinum
11. Fram fer kynning á verkefni sem Innri endurskoðun og ráðgjöf hefur unnið að við greiningu á misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg. IE19040003
Jenný Stefanía Jensdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
12. Lögð fram fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúa, Kolbrúnu Baldursdóttur um eignfærslur fjárfestingarverkefna IE21020017
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
13. Önnur mál
Formaður gerði grein fyrir þátttöku sinni í fundum borgarráðs 28. og 29. f.m. um fjárhagsáætlun
Formaður gerði grein fundi með stjórn SORPU bs. í dag um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar. IE21080017
Fundi slitið kl. 16:13
Lárus Finnbogason
Einar S. Hálfdánarson Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 01.11.2021 - prentvæn útgáfa