Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 227

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2021, þriðjudaginn 12. október var haldinn 227. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 14:25. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir boðuðu forföll. 

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 30. september 2021 um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar. IE21100012

Samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun samþykktar nefndarinnar með það fyrir augum að leggja tillögu slíks efnis til forsætisnefndar.

2.    Fram fer umræða um starfsreglur endurskoðunarnefndar. IE21100012

3.    Lögð fram drög að verkefnisáætlun innri endurskoðunar SORPU bs. dags. 11. október 2021. IE21020035

Jón Sigurðsson og Auðbjörg Friðgeirsdóttir frá PwC taka sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið. 

Frestað

4.    Fram fer umræða um matsbreytingar fjárfestingareigna innan samstæðu Reykjavíkurborgar. IE20100011

Frestað

5.    Önnur mál

Formaður gerði grein fyrir fundi hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 27. september sl. þar sem skýrsla endurskoðunarnefndar fyrir síðasta starfsár var kynnt. IE21080017

Fundi slitið kl. 16:50

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 12.10.2021 - prentvæn útgáfa