Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2021, mánudaginn 20. september var haldinn 224. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. þ.m. yfir áætlaðar tímasetningar varðandi undirbúning og afgreiðslu ársreiknings 2021. IE21080015
Gísli Hlíðberg Guðmundsson, borgarbókari tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram yfirlit reikninga frá ytri endurskoðendum vegna endurskoðunar ársins 2020 frá 1. okt. 2020 til 31. ágúst 2021. IE20100002
3. Lögð fram ódags. drög að starfsskýrslu endurskoðunarnefndar til borgarráðs fyrir starfsárið 2020-2021. IE21080017
Frestað
4. Lögð fram drög að starfsskýrslu endurskoðunarnefndar til stjórnar Faxaflóahafna sf. fyrir starfsárið 2020-2021 dags. í dag. IE21080017
Samþykkt og vísað til kynningar hjá stjórn Faxaflóahafna sf.
5. Lögð fram starfsskýrsla endurskoðunarnefndar til stjórnar Félagsbústaða hf. fyrir starfsárið 2020-2021 dags. í dag. IE21080017
Samþykkt og vísað til kynningar hjá stjórn Félagsbústaða hf.
6. Lögð fram starfsskýrsla endurskoðunarnefndar til stjórnar Strætó bs. fyrir starfsárið 2020-2021 dags. í dag. IE21080017
Samþykkt og vísað til kynningar hjá stjórn Strætó bs.
7. Lögð fram starfsskýrsla endurskoðunarnefndar til stjórnar SORPU bs. fyrir starfsárið 2020-2021 dags. í dag. IE21080017
Samþykkt og vísað til kynningar hjá stjórn SORPU bs.
8. Lögð fram starfsskýrsla endurskoðunarnefndar til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir starfsárið 2020-2021 dags. í dag. IE21080017
Samþykkt og vísað til kynningar hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sef.
9. Lögð fram starfsskýrsla endurskoðunarnefndar til stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir starfsárið 2020-2021 dags. í dag. IE21080017
Samþykkt og vísað til kynningar hjá stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.
10. Lögð fram starfsskýrsla endurskoðunarnefndar til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir starfsárið 2020-2021 dags. í dag. IE21080017
Samþykkt og vísað til kynningar hjá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
11. Rætt um eftirfylgni við ábendingum ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreikninga 2020. IE21090023
Samþykkt að fela innri endurskoðanda að senda bréf til tengiliða félaganna við ytri endurskoðendur með ósk um upplýsingar um viðbrögð félaganna við ábendingum þeirra. IE21080011
12. Rætt um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2021-2022. IE21090016
Frestað
13. Rætt um málefni SORPU er varða útboð framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð og skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá desember 2019. IE19090002
Fundi slitið kl. 15:01
Lárus Finnbogason
Sunna Jóhannsdóttir Einar S Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 20.09.2021 - prentvæn útgáfa